Costa Blanca ströndin eða „Hvíta ströndin“ liggur við Suð-austurströnd Spánar. Alls spannar hún yfir 200 km í gegnum Alicante hérað allt frá Gandia til Torrevieja. Þetta er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna þar sem veðurfar er gott og loftslagið er einstakt. Fjöldinn allur af fallegum og hreinum ströndum er á svæðinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í afþreyingu og menningu. Öll þjónusta er til staðar, góð heilsugæsla, gott sjúkrahús og svo er fjöldinn allur af verslunum, veitingastöðum og börum. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu sem eru ansi vinsælar á meðal íslendinga.

Á undanförnum árum hafa íslendingar flykkst á svæðið, bæði sem ferðamenn en einnig til þess að setjast þar að. Sumir búa þarna allt árið en aðrir bara hluta úr ári og er ansi vinsælt að búa yfir vetrartímann en eyða sumrunum á Íslandi. Fyrir utan það að vera að leitast eftir sólinni sem við elskum jú flest, þá eru allir í leit að betri lífsgæðum. Bæði húsnæðisverð og vöruverð er mikið lægra en á Íslandi og fólk nær betur endum saman með lífeyrinn sinn.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því þá er Íslendingafélag á svæðinu og á Íslendingafélagið t.d. húsnæði í Cabo Roig sem heitir Setrið og er einskonar félagsmiðstöð. Þar eru hittingar á ákveðnum tímum en einnig hittast íslendingar vikulega á öðrum stöðum. Virkilega skemmtilegur félagsskapur hefur myndast og er samheldnin mikil.

Árið 1989 var Félag húseigenda á Spáni stofnað en það er hagsmunafélag húseigenda og væntanlegra húseigenda á Spáni. Tilgangur þess er að vinna að sameiginlegum hagsmuna- og áhugamálum félagsmanna sinna á Spáni, efla samheldni þeirra og stuðla að sem hagstæðustu ferðum milli Íslands og Spánar. Hjá Félagi húseigenda er öryggisfulltrúi og þjónustufulltrúar sem aðstoða með allt mögulegt ef eitthvað kemur upp á eða spurningar vakna enda er ómetanlegt að hafa stuðning þegar maður er nýr í nýju landi.

Reset password

Enter your email address and we will send you a link to change your password.

Get started with your account

to save your favourite homes and more

Get started with your account

to save your favourite homes and more

By clicking the «SIGN UP» button you agree to the Terms of Use and Privacy Policy
Powered by Estatik