Raðhús í Aquamarina - no A2315
Raðhús í Aquamarina - no A2315Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 2 ár
- Flokkur: Orlofsleiga, Skammtímaleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Raðhús
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Raðhús - Til vetrarleigu - Aquamarina
Fallegt raðhús í Aquamarina til vetrarleigu eða orlofsleigu. Húsið er nýlega gert upp og innréttað og er virkilega huggulegt. Húsið er á 2 hæðum en þegar gengið er inn er komið inn í stofu með opnu eldhúsi. Á neðri hæðinni er einnig baðherbergi. Á miðhæðinni er annað baðherbergi og 2 svefnherbergi en einnig er útgengt á litlar svalir. Á efstu hæðinni er stórt svefnherbergi þar sem eru tveir sófastólar sem hægt er að breyta í rúm. Húsið er staðsett í mjög góðum lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegri sundlaug. Húsinu fylgir einnig bílastæði innan kjarnans.
Staðsetningin er frábær en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Í aðeins 5 mínútna fjarlægð er La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla þar sem finna má yfir 200 verslanir og veitingastaði. Í aðeins 10 mínútna fjarlægð eru góðir 18 holu golfvellir en ýmsa aðra afþreyingu má finna á svæðinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Aquamarina er í ca 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli. Næsta strönd er í 5 mínútna fjarlægð.
ATH - Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði húsið er
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekar upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu