Raðhús í Aquamarina - no A-2304
Raðhús í Aquamarina - no A-2304Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Orlofsleiga, Skammtímaleiga
- Tegund: Raðhús
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Orlofsleiga eða Vetrarleiga
Huggulegt hús í Aquamarina til orlofsleigu. Húsið sem er á 3 hæðum samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Ágætis verönd er fyrir framan húsið sem snýr í átt að sameiginlegri sundlaug. Húsið snýr í suður. Einnig eru fínar svalir á húsinu. Húsið er staðsett í góðum lokuðum kjarna en bílastæði fylgir.
Staðsetningin er mjög góð og er þetta vinsælt svæði. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. La Zenia Boulevard verslunarkjarninn vinsæli er í ca 5 mínútna akstursfjarlægð og er stutt í næstu strönd. Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni en þar má nefna Villamartin golf, Campoamor golf, Las Ramblas og Las Colinas.
Vinsamlegast hafið samband fyrir laus tímabil og verð
- ATH Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði húsnæðið er
Sjá fulla lýsingu