Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Parhús - Til sölu - Orihuela Costa
Parhús til sölu í Orihuela Costa. Húsið sem er á 2 hæðum, er 84m2 og samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Útgengt er á góða verönd og garð en einnig svalir af efri hæðinni og rúmgott sólþak þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar. Húsið er staðsett í góðum, lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegri sundlaug.
Staðsetningin er góð, en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Stórt samfélag Íslendinga er á svæðinu og standa Félag húseigenda á Spáni og Íslendingafélagið reglulega fyrir hittingum og viðburðum. Góðir golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Villamartin Golf, Campoamor Golf, Las Colinas og Las Ramblas.
ATH - Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði eignin er
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu