Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Lúxusíbúð í Las Colinas, Orihuela Costa. Íbúðin samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stórri stofu/borðstofu þar sem útgengt er á 55m2 verönd. Af veröndinni er frábært útsýni yfir golfvöllinn. Íbúðin er staðsett í nýjum íbúðakjarna þar sem bæði eru sameiginlegar úti- og innisundlaugar, aðgangur að líkamsrækt og bílageymslu.
Las Colinas Golf er lokaður íbúðakjarni sem stendur aðeins afskekkt og er ósnert náttúran allt um kring. Á Las Colinas Golf er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu og íþróttir. Þar má nefna tennis, borðtennis og fullbúna líkamsrækt. Íbúar í Las Colinas Golf hafa aðgang að klúbbhúsi en stórglæsilegur 18 holu golfvöllur er á svæðinu þar sem náttúrufegurðin nýtur sín allt um kring og þar eru ýmsar gönguleiðir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Draumaeign fyrir golfarann!
Sjá fulla lýsingu