Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð á 1.hæð í íbúðakjarna sem er enn í byggingu en íbúðirnar verða tilbúnar í júní 2023. Eignin sem er 76m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, 1 baðherbergi, opnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofu er gengið út á 13m2 svalir sem snúa í suður. Í þessum kjarna eru 3.hæða byggingar með íbúðir frá 1-3 herbergjum og 1-2 baðherbergjum. Allar íbúðirnar hafa loftkælingu og er einnig gólfhiti á baðherbergi. Íbúðunum fylgir einnig bílastæði. Íbúar hafa aðgang að góðum garði og sundlaug fyrir bæði fullorðna og börn.
Villamartin er frábært svæði þar sem stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari, sem og á golfvöllinn og ströndina. Skammt frá er La Zenia Boulevard verslunarkjarninn þar sem hægt er að finna allt til alls. Villamartin golfvöllurinn er steinsnar frá en aðeins 5 mínútna akstur er í aðra golfvelli eins og Campoamor Golf og Las Ramblas.
Sjá fulla lýsingu