Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - Villamartin
Glæsileg þakíbúð til sölu í Villamartin. Íbúðin sem er 98m2, samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum (öðru þeirra inn af svenherbergi), þvottahúsi, eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu. Úr stofunni og svefnherbergi er útgengt á rúmgóðar 22m2 svalir sem snúa í suður. Af svölunum er stigi upp á 85m2 sólþak þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar. Íbúðin er staðsett í góðum, lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að 2 sameiginlegum sundlaugum. Geymsla fylgir íbúðinni sem og stæði í bílageymslu. Húsgögnin fylgja íbúðinni þannig að hún er tilbúin til að flytja beint inn.
Staðsetningin er mjög góð en íbúðin er staðsett í "kryddhverfinu" í Villamartin. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari og er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er skammt undan en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Las Ramblas, Villamartin Golf, Campoamor Golf og Las Colinas. Stórt samfélag Íslendinga er á svæðinu og standa bæði Íslendingafélagið og Félag húseigenda á Spáni fyrir ýmsum hittingum og viðburðum.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu