Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Falleg íbúð í góðum kjarna í Villamartin. Íbúðin sem er 102m2 er á 2.hæð og samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á góðar 14m2 svalir sem snúa í suður. Íbúðin er í kjarna sem samanstendur af 3 hæða húsum og fallegum gróðursælum garði. Í garðinum eru sundlaugar bæði fyrir fullorðna og börn en einnig opin svæði þar sem hægt er að ganga um og njóta. Búið er að gera ráð fyrir loftkælingu í íbúðinni og er hiti í baðherbergisgólfi. Íbúðinni fylgir bílastæði.
Villamartin er skemmtilegt hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er skammt undan en þar er hægt að finna yfir 200 verslanir, veitingastaði og bari. Sutt er í nokkra 18 holu golfvelli eins og Villamartin golf, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Margskonar afreying er í boði í nágrenninu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir skólar eru á svæðinu.
ATH - Eignin er ný og afhendist í júní 2023
Sjá fulla lýsingu