Íbúð í Villamartin Golf - no AL112
Íbúð í Villamartin Golf - no AL112Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Skammtímaleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Falleg og rúmgóð íbúð á góðum stað í Villamartin Golf. Íbúðin sem er 120m2 samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á góða verönd en einnig er önnur verönd út af svefnherbergi. Íbúðin er staðsett í lúxus íbúðakjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegum garði með sundlaug en einnig er í kjallaranum spa þar sem er upphituð innilaug, sauna og líkamsrækt. Undir kjarnanum er bílageymsla þar sem einkastæði fylgir íbúðinni. Íbúðin er útbúin fyrir 6 manneskjur og er bæði internet og loftkæling.
Virkilega góð staðsetning en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er í göngufjarlægð en þar er að finna yfir 200 verslanir og veitingastaði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í 5 km radíus er að finna 4 góða 18 holu golfvelli og stutt er í ýmsa afþreyingu eins og Go kart, tennisvelli og ýmiskonar strandsport.
- Vinsamlegast hafi samband fyrir laus tímabil og verð -
Sjá fulla lýsingu