Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - Torrevieja
Fallegar íbúðir til sölu í Torreblanca, Torrevieja. Þessi tiltekna íbúð er 78m2 og samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á góðar 17m2 svalir. Íbúðin er í lyftuhúsi sem staðsett er í góðum lokuðum kjarna en þar hafa íbúar aðgang að sameiginlegri sundlaug og líkamsrækt. Bílastæði fylgir íbúðinni innan kjarnans.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Kjarninn er staðsettur í ca 8 mínútna akstursfjarlægð frá Habaneras verslunarmiðstöðinni og en La Zenia Boulevard er í ca 20 mínútna akstursfjarlægð. Ýmis afþreying er allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Las Ramblas, Las Colinas, Villamartin og Campoamor Golf. Öflugt Íslendingafélag er rekið á svæðinu og eru þau með félagsheimili þar sem ýmsir viðburðir og hittingar eru í boði. Einnig er á svæðinu Félag Húseigenda á Spáni sem hittist í hverri viku og heldur hópinn.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu