Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - San Miguel de Salinas
Virkilega hugguleg íbúð á jarðhæð í San Miguel de Salinas. Íbúðin sem er 130m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Það er útgengt á verönd bæði baka til og að framan en sú að framan er 20m2 og sú baka til er 74m2. Á stærri veröndinni er önnur stofa með eldhúsaðstöðu. Yfirbyggt einkastæði er við húsið. Íbúðin er staðsett í góðum, litlum kjarna en íbúar hafa aðgang að stórri, sameiginlegri sundlaug sem er staðsett aðeins 30m frá húsinu.
Staðsetningin er góð en kjarninn er staðsettur í útjaðri San Miguel de Salinas sem er lítið þorp staðsett í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja. Öll þjónusta er til staðar í bænum eins og veitingastaðir, verslanir, barir og apótek. Á miðvikudögum er alltaf útimarkaður sem er mjög vinsæll. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: