Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Virkilega falleg íbúð í Rojales. Í íbúðinni eru 3 stór svefnherbergi og 2 baðherbergi. Annað baðherbergið er inn af svefnherbergi. Eldhúsið er opið inn í stofuna en þaðan er gengið út á 22 m2 pall og garðurinn er 105 m2. Íbúðinni fylgir einkasundlaug sem er 16 m2 en einnig er sameiginleg sundlaug, grillaðstaða og sauna. Bílastæði fylgir.
Rojales er aðeins 5 km frá fallegu ströndunum í Guardamar, El Moncayo og La Mata. Ströndin í Torrevieja er örlítið lengra í burtu en þar er hin vinsæla verslunarmiðstöð Habaneras og einnig er stutt í La Zenia Boulevard sem er mjög vinsæll verslunarkjarni meðal íslendinga. Allt um kring eru flottir golfvellir eins og La Finca, Villamartin, Las Colinas og Campoamor Golf. Alicante flugvöllur er í rúmlega 30 mínútna akstursfjarlægð frá Rojales.
Athugið að meðfylgjandi staðsetning er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði húsnæðið er.Sjá fulla lýsingu