Íbúð í Punta Prima - no 4043
Íbúð í Punta Prima - no 4043Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 1
- Floor level: 1
- Stærð: 126 m²
- Stærð lóðar: 16 m²
Lýsing
-
Lýsing:
Notaleg íbúð á góðum stað í Punta Prima. Íbúðin sem er 126m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, 1 baðherbergi, eldhúsi og stofu/borðstofu. Gott skápapláss er í íbúðinni. Úr stofunni er útgengt á rúmgóðar 16m2 svalir. Íbúðin er á 2.hæð í lyftuhúsi en húsið er í góðum lokuðum kjarna sem heitir Panorama Park. Kjarninn er með sólarhrings öryggisvöktun. Í sameiginlegum garði eru 2 sundlaugar og golfvöllur.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Sem dæmi má nefna La Zenia Boulevard verslunarkjarnann vinsæla en hann er skammt undan. Þar má finna yfir 200 verslanir, veitingastaði og bari og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðeins 350m eru í næstu strönd en fleiri strendur eru í göngufæri. Aðeins nokkurra mínútna akstur er í góða 18 holu golfvelli en þar má nefna Las Colinas, Campoamor golf, Las Ramblas og Villamartin golf.
Sjá fulla lýsingu