Íbúð í Punta Prima - no N6649
Íbúð í Punta Prima - no N6649Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
- Stærð: 98 m²
Lýsing
-
Lýsing:
Ný og glæsileg íbúð í Punta Prima. Íbúðin sem er 98m2 samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á stórar og rúmgóðar 28m2 svalir sem snúa út að sjónum og útsýnið virkilega fallegt. Íbúðin er staðsett í góðum kjarna við sjóinn. Íbúar hafa aðgang að lokuðum garði með sameiginlegum svæðum en þar er að finna sundlaugar, barnalaug og leikskvæði fyrir börnin.
Punta Prima er staðsett í 5 km fjarlægð frá Torrevieja. Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Íbúðakjarninn er alveg við sjóinn svo stutt er í ströndina. Það eru nokkrar strendur í göngufæri en þar má nefna Cala Piteras, Punta Prima og Playa Flamenca. Stutt er í góða 18 holu golfvelli eins og Villamartin, Campoamor, Las Ramblas, Las Colinas og Lo Romero.
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: