Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - Playa Flamenca
Falleg íbúð til sölu í Playa Flamenca. Íbúðin sem er 103m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, geymslu, eldhúsi og stofu/borðstofu. Íbúðin er á jarðhæð en úr stofunni er útgengt í 25m2 einkagarð sem snýr út í sameiginlegan sundlaugagarð. Stórar glerhurðar eru frá stofunni út í garðinn og hleypa þær birtunni vel inn í stofuna. Íbúðin er staðsett í stórum kjarna sem oft hefur verið líkt við lítinn bæ. Íbúar hafa aðgang að stóru sameiginlegu svæði með 7 sameiginlegum sundlaugum þar af 2 upphituðum. Einnig er á svæðinu nuddpottur, líkamsrækt, sauna, sólbaðsaðstaða og bílastæði.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari en svæðið er mjög vinsælt meðal íslendinga. Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er skammt undan en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Ýmiskonar afþreying er á svæðinu en til að mynda er öflugt Íslendingafélag á svæðinu sem rekur félagsheimili og ýmiskonar hittingar og viðburðir eru í boði á þeirra vegum. Góðir golfvellir eru á næstu grösum en þar má nefna Villamartin, Campoamor, Las Ramblas og Las Colinas.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu