Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - Torrevieja
Björt og falleg íbúð til sölu í Playa del Cura, Torrevieja. Íbúðin sem er 63m2, samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Íbúðin er í virkilega góðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sólþaki, þar sem er sundlaug og sólbaðsaðstaða en sólbekkir eru hringinn í kringum laugina. Einnig hafa íbúar aðgang að góðri grillaðstöðu þar sem hægt er að borða úti og njóta saman.
Staðsetningin er frábær en íbúðin er staðsett í aðeins 160m fjarlægð frá Playa del Cura ströndinni í Torrevieja. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Öflugt Íslendingafélag er starfrækt í nágrenninu og reka þau félagsheimili þar sem ýmiskonar hittingar og ferðir eru í boði.
ATH - Í þessari byggingu erum við einnig með íbúðir með 1 og 3 svefnherbergjum
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu