Íbúð í Pilar de la Horadada - no LP Casa Aaliyah
Íbúð í Pilar de la Horadada - no LP Casa AaliyahUpplýsingar
- Bætt við: Fyrir 6 mánuðir
- Flokkur: Orlofsleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Orlofsleiga - Vetrarleiga - Pilar de la Horadada
Virkilega falleg íbúð til orlofs- eða vetrarleigu í Pilar de la Horadada. Íbúðin samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Útgengt er á verönd sem snýr út í sameiginlegan sundlaugagarð. Veröndin snýr í suður svo þar er tilvalið að njóta sólarinnar. Í garðinum eru 2 sundlaugar og leiksvæði fyrir börnin. Bílastæði fylgir íbúðinni.
Staðsetningin er góð en Pilar de la Horadada er lítill bær sem er staðsettur í ca 30 mínútna akstursfjarlægð suður af Torrevieja. Bærinn er rólegur en þó stutt í líf og fjör fyrir þá sem leita að því. Ýmiskonar afþreying er i boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðar strendur eru skammt undan sem eru verðlaunaðar fyrir hreinleika.
ATH - Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði íbúðin er
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu