Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 4 ár
- Flokkur: Skammtímaleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 1
Lýsing
-
Lýsing: Notaleg íbúð í La Mata staðsett í aðeins 2 mínútna fjarlægð frá La Mata ströndinni. Íbúðin er á 2.hæð og samanstendur af 2 svefnherbergjum, 1 baðherbergi, fullbúnu eldhúsi og stofu þar sem er svefnsófi. Úr stofu er gengið út á svalir þar sem er útsýni yfir sundlaugagarðinn. Loftkæling er einungis í stofunni. WiFi er til staðar sem og sjónvarpsstöðvar bæði enskar og spænskar. Í íbúðakjarnanum er góð sameiginleg sundlaug.La Mata er virkilega rólegur og þægilegur staður sem hefur þó allt til alls. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, apótek, veitingastaði og bari. Í La Mata er stór götumarkaður á miðvikudögum þar sem er hægt að fá ýmiskonar handverk og matvöru. Náttúrugarðurinn Molino del Aqua er í göngufjarlægð og Habaneras verslunarkjarninn er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð.- Vinsamlegast hafið samband fyrir laus tímabil og verð -Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Eiginleikar:
Powered by Estatik