Íbúð í La Finca Golf - no La Finca Golf Ivan
Íbúð í La Finca Golf - no La Finca Golf Ivan- 2 svefnherbergi
- 2 baðherbergi
Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 2 vikur
- Flokkur: Orlofsleiga, Skammtímaleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Orlofsleiga - Vetrarleiga - La Finca Golf
Falleg íbúð til orlofs- eða vetrarleigu í La Finca Golf, Algorfa. Íbúðin sem er á jarðhæð, samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á litla verönd og í sólríkan garð, þar sem tilvalið er að njóta. Íbúðin er staðsett í góðum, lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegri sundlaug og leiksvæði fyrir börnin.
Staðsetningin er góð og þá sérstaklega fyrir golfara! Kjarninn er staðsettur við La Finca golfvöllinn sem er skemmtilega hannaður 18 holu völlur í Algorfa. Litlar verslanir eru nálægt sem og veitingastaðir en til að komast í Mercadona eða aðrar stærri verslanir þarf að vera á bíl. Algorfa er í ca 15-20 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu