Gran Alacant - no 3502
Gran Alacant - no 3502Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 4 ár
- Flokkur: Til sölu
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
- Stærð: 129 m²
- Byggingarár: Nýbygging
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð á 1.hæð (ein hæð upp) sem samanstendur af 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum en annað þeirra er inn af svefnherbergi. Opið eldhús með eyju inn í stóra stofu/borðstofu. Úr stofu er útgengt á góðar 20m2 svalir en gott útsýni er úr íbúðinni. Bílageymsla er undir húsinu og geymsla innifalin. Íbúðakjarninn er staðsettur í aðeins 500m fjarlægð frá Carabassi ströndinni sem er virkilega hrein og falleg. Innan kjarnans er gróðursælt en þar er sameiginleg sundlaug og leiksvæði fyrir börnin.
Gran Alacant er partur af Alicante og er aðeins 8 mínútna akstur á flugvöllinn. Þarna er allt til alls, fjölmargar verslanir, veitingastaðir, barir og verslunarkjarnar.
Athugið að meðfylgjandi staðsetning er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði húsnæðið er.
Sjá fulla lýsingu