Einbýlishús í Caniço - no Villa Atalaia
Einbýlishús í Caniço - no Villa AtalaiaUpplýsingar
- Bætt við: Fyrir 7 mánuðir
- Flokkur: Orlofsleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Einbýli
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
- Stærð: 140 m²
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Orlofsleiga - Vetrarleiga - Caniço
Einbýlishús til orlofs- eða vetrarleigu í bænum Caniço, á paradísareyjunni Madeira. Húsið sem er 140m2, samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Í einu svefnherberginu er hjónarúm, en í hinum eru 2 einstaklingsrúm. Útgengt er úr stofu í lokaðan garð, þar sem er heitur pottur og aðstaða til að sóla sig eða borða úti. Einnig er útgengt á svalir úr svefnherbergi.
Staðsetningin er góð en Caniço er sjarmerandi strandbær staðsett á suðurströnd Madeira, aðeins um 7 km austur af Funchal. Hann er þekktur fyrir rólega stemningu, fjölbreytta útivistarmöguleika og fallega náttúru. Bærinn hefur þróast í að vera vinsæll ferðamannastaður og er öll þjónusta sem þú þarft til staðar. Góðar gönguleiðir eru allt um kring og er umhverfið virkilega fallegt og skemmtilegt.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: