Lýsing
-
Lýsing:
Hugguleg íbúð til orlofsleigu í Aquamarina, Cabo Roig. Íbúðin samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum (öðru inn af svefnherbergi), eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr eldhúsinu er útgengt á bakverönd þar sem eru geymsluskápar. Úr stofunni er útgengt í garð fyrir framan þar sem er grillaðstaða. Íbúðin er staðsett í góðum lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að garði með 2 sameiginegum sundlaugum.
Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari en La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð. Þar má finna fjölda verslana og veitingastaða og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir golfvellir eru í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð. Aðeins 100m eru í næstu strönd!
Leiguverð: 450 evrur vikan
ATH. Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur mynd af því á hvaða svæði húsnæðið er
Sjá fulla lýsingu