Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 1
- Half baths: 1
- Stærð: 95 m²
Lýsing
-
Lýsing:
Rúmgóð íbúð til sölu í hjarta Albir. Íbúðin sem er 95m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, baðherbergi, gestasnyrtingu, lokuðu eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr bæði stofunni og öðru svefnherberginu er útgengt á sólríkar svalir sem snúa í suður. Íbúðin er staðsett í góðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegum garði og sundlaug. Bílastæði fylgir.
Virkilega vel staðsett íbúð í hjarta Albir. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Albir er lítill bær sem er staðsettur á milli Benidorm og Altea. Kosturinn við Albir er að þar er allt til alls en samt er bærinn rólegur og tilvalinn fyrir fjölskyldufólk. Fyrir þá sem eru að leita að meira fjöri, þá er stutt til Benidorm.
ATH Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur mynd af því á hvaða svæði íbúðin er
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: