Íbúð á jarðhæð í Villamartin - no AL126
Íbúð á jarðhæð í Villamartin - no AL126Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Skammtímaleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Virkilega falleg og vel staðsett íbúð til skammtímaleigu í Villamartin. Íbúðin sem er á jarðhæð er 68m2 og samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu. Inn af eldhúsinu er þvottahús. Úr stofunni er útgengt á góða 16m2 verönd. Íbúðin er fallega innréttuð með hágæða húsgögnum. Góð sólhúsgögn eru á veröndinni en hún snýr í suður. Íbúðin er útbúin fyrir 4 manneskiur en hún er staðsett í lúxus íbúðakjarna sem heitir Muna Spa. Í kjallaranum er bílageymsla með einkastæði, íbúar hafa aðgang að upphitaðri innilaug, sauna og líkamsrækt. Í sameiginlegum garði eru einnig 2 sundlaugar ásamt góðri aðstöðu til að njóta sólarinnar. WiFi og loftkæling eru í íbúðinni.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er í göngufjarlægð en þar eru yfir 200 verslanir og veitingastaðir. Stutt er í góða golfvelli eins og Villamartin og Campoamor golf.
- Vinsamlegast hafið samband fyrir laus tímabil og verð -
Sjá fulla lýsingu