Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Falleg ný íbúð á jarðhæð í Quesada. Íbúðin sem er 158m2 samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, stofu/borðstofu og eldhúsi. Úr stofunni er útgengt í 90m2 garð en geymsla fylgir einnig íbúðinni. Íbúðin er staðsett í lúxus kjarna í Dona Pepa en þar hafa íbúar aðgang að fallegum garði, sameiginlegum sundlaugum, líkamsrækt og bílastæðum.
Quesada er vinsælt svæði þar sem stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Í aðeins 3 km fjarlægð er að finna strendurnar í Guardamar, El Moncayo og La Mata. Aðeins lengra í burtu eru strendurnar í Torrevieja og Orihuela Costa en þar er einnig að finna vinsælu verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia Boulevard. Skammt undan eru góðir golfvellir eins og La Finca, La Marquesa, Villamartin, Campoamor og Las Colinas Golf.
Sjá fulla lýsingu