Hús í Playa Flamenca - no Estaca
Hús í Playa Flamenca - no EstacaUpplýsingar
- Bætt við: Fyrir 1 ár
- Flokkur: Orlofsleiga, Skammtímaleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Fjarkahús
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Fjarkahús - Orlofsleiga - Vetrarleiga - Playa Flamenca
Virkilega fallegt fjarkahús með einkasundlaug til orlofs- eða vetrarleigu í Playa Flamenca. Húsið sem er á 3 hæðum samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, fullbúnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Á jarðhæð eru stofa, fullbúið eldhús og 1 svefnherbergi og baðherbergi m/sturtu og þvottaaðstöðu. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi og stórt baðherbergi m/baðkari og sturtu. Á efstu hæð eru svo góðar þaksvalir þar sem tilvalið er að baða sig í sólinni. Við húsið er einnig stór flísalagður garður en þar er einkasundlaug, útisturta og gott Weber grill. Garðurinn snýr í suður. Húsið er fullbúið húsgögnum og raftækjum en í stofunni er 43" sjónvarp með rúmlega 120 sjónvarpsstöðvum og Playstation 5 leikjatölva. Loftkæling er í húsinu.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er í boði í nágrenninu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Húsið er staðsett rétt við Laugardagsmarkaðinn vinsæla og er sundlaugabarinn þar sem íslendingar hittast alla föstudaga skammt undan. La Zenia verslunarmiðstöðin vinsæla er í ca 15-20 mínútna göngufjarlægð en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni en þar má nefna Villamartin, Campoamor, Las Ramblas og Las Colinas.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu