Einbýlishús í Torrevieja - no RS20
Einbýlishús í Torrevieja - no RS20Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 2 ár
- Flokkur: Orlofsleiga
- Tegund: Einbýli
- Svefnherbergi: 4
- Baðherbergi: 4
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Orlofsleiga - Torrevieja
Stórt og gott hús til orlofsleigu í Torrevieja. Húsið samanstendur af 4 svefnherbergjum, 4 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Húsið skiptist í parta og er hægt að leigja aðeins hluta eða allt húsið. Í aðalhúsinu eru 2 svefnherbergi (annað með hjónarúmi og hitt með kojum), baðherbergi með sturtu, fullbúið eldhúsi og stofa/borðstofa. Í sama húsi en með annan inngang er svefnherbergi, baðherbergi, loftkæling, ítill ísskápur og sjónvarp. Ef farið er upp tröppur fyrir utan húsið má finna fjórða herbergið en þar er einnig baðherbergi, loftkæling og sjónvarp. Fyrir utan húsið eru fleiri en ein verönd en sú besta er með útieldhúsi þar sem dásamlegt er að elda og njóta matar utandyra. Í garðinum sem er stór og góður er einnig einkasundlaug. Hægt er að biðja um upphitaða laug en það kostar þá aukalega.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er í nágrenninu en td er vatnsrennibrautagarður í aðeins 3 mínútna göngufæri.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu