Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - Rojales
Virkilega fallegt og vandað einbýlishús í Rojales. Húsið er á einni hæð og er 120m2 og stendur á 426m2 lóð. Það samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu. Útisvæðið er virkilega rúmgott en í garðinum er einkasundlaug. Úðakerfi er í garðinum og sólarsella. Í baðherbergjum er gólfhiti.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Rojales er staðsett í 5 km fjarlægð frá Guardamar, El Moncayo og La Mato ströndinni. Aðeins lengra í burtu eru strendurnar í Torrevieja og Orihuela Costa en þar eru verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia Boulevard sem bjóða upp á úrval verslanna og veitingastaða. Stutt er í góða 18 holu golfvelli eins og La Finca, La Marquesa, Villamartin, Las Colinas og Campaomor Golf.
Ath - Húsið afhendist í maí 2025
Sjá fulla lýsingu