Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús staðsett í Rojales. Húsið sem er 245m2 samanstendur af 4 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu þaðan sem útsýni er út í garðinn. Lóðin sem fylgir húsinu er mjög stór en hún er alls 416m2 og er afgirt. Innan lóðarinnar er einkastæði, góður garður, aðstaða til að sóla sig, sundlaug og geymsla. Í húsinu er loftkæling, öryggishurð og mjög gott öryggiskerfi.
Ciudad Quesada er íbúabyggð sem samanstendur aðallega af einbýlishúsum í Dona Pepa og Lo Pepin. Þarna eru góðir veitingastaðir og hið vinsæla 4* hótel, La Laguna sem margir íslendingar kannast við. Ciudad Quesada er aðeins í aðeins 3 km fjarlægð frá ströndunum í Guardamar, El Moncayo og La Mata. Aðeins lengra í burtu eru strendurnar í Torrevieja og Orihuela Costa en þar má einnig finna hinar vinsælu verslunarmiðstöðvar Habaneras og La Zenia Boulevard. Allt um kring eru golfvellir eins og td. í La Finca, La Marquesa, Villamartin, Campoamor og Las Colinas Golf. Alicante flugvöllur er í ca 35 mínútna akstursfjarlægð.
Sjá fulla lýsingu