Einbýlishús í Playa Flamenca - no LAC456
Einbýlishús í Playa Flamenca - no LAC456- 4 svefnherbergi
- 2 baðherbergi
Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Orlofsleiga
- Svefnherbergi: 4
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Playa Flamenca - Orlofsleiga
Stórt og gott einbýlishús í Playa Flamenca. Húsið er með svefnpláss fyrir 9 manneskjur en það samanstendur af 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Garðurinn er stór og góður en þar er einkasundlaug. Í einu herberginu er hjónaherbergi en í hinum 2 einstaklingsrúm. Nokkrir svefnbeddar eru einnig í húsinu. Verönd er fyrir framan húsið og sólskáli fyrir aftan.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari sem eru í ca 1 mínútna göngufjarlægð. Það er ca 10 mínútna gangur í næstu strönd. Stutt er í La Zenia Boulevard verslunarkjarnann vinsæla þar sem finna má yfir 200 verslanir og veitingastaði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir 18 holu golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Villamartin, Campoamor, Las Ramblas og Las Colinas en ca 10 mínútur tekur að keyra á næsta golfvöll.
Sjá fulla lýsingu