Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýli - Til sölu - Los Montesinos
Glæsilegt einbýlishús til sölu í Los Montesinos. Húsið sem er á einni hæð og er 114m2, samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, stofu/borðstofu og geymslu. Útgengt er úr stofu í fallegan og rúmgóða garð þar sem er einkasundlaug og nóg pláss til að njóta sólarinnar. Stigi er úr garðinum upp á rúmgott sólþak þar sem er útieldhús og tilvalið að elda og njóta þess að borða saman í blíðunni. Útisturta er við sundlaugina.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Los Montesinos er lítill bær, staðsettur í ca 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Torrevieja. Íbúafjöldinn í Los Montesinos er um 5700 manns þannig að bærinn er rólegur og góður þó að stutt sé í meira líf fyrir þá sem leita að því. Næsta strönd er í ca 15 mínútna akstursfjarlægð og er La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla í ca 20 mínútna akstursfjarlægð. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu