Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - Los Montesinos
Glæsilegt nýtt einbýlishús í Los Montesinos. Húsið sem er á 3.hæðum samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Stofan er virkilega björt og falleg en þar eru stórir gluggar sem hleypa birtunni vel inn. Úr svefnherbergjum er útgengt á góðar svalir en úr stofunni er útgengt í lokaðan garð sem er flísalagður en þar er einkasundlaug og bílastæði.
Staðsetningin er góð en Los Montesinos er lítill og rólegur bær í ca 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Torrevieja. Þrátt fyrir rólegheit er stutt í afþreyingu og meira líf fyrir þá sem leita að því. Finca Golf er rétt hjá en þar er hægt að stunda ýmiskonar íþróttir eins og golf, paddle og tennis. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu