Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Glæsilegt einbýlishús í Los Dolses til sölu. Húsið sem er 240m2 samanstendur af 4 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, stofu/borðstofu og opnu eldhúsi. Úr stofunni er útgengt á 60m2 verönd en einnig er sólþak á húsinu með útsýni að sjónum. Útisvæðið er mjög gott en þar er m.a. útieldhús og upphituð sundlaug. Virkilega snyrtilegur og fallegur garður en lóðin er 747m2. Bílageymsla er undir húsinu með 2 bílastæðum og einnig eru 2 geymslur.
Los Dolses er staðsett í Orihuela Costa og tilheyrir Villamartin. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari og eru góðar strendur í næsta nágrenni. Þar má nefna La Zenia, Cabo Roig og Playa Flamenca. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er skammt undan en þar má finna allt til alls.
Virkilega falleg og snyrtileg eign á góðum stað!
ATH - Staðsetning á korti er ekki nákvæm en gefur aðeins mynd af því á hvaða svæði eignin er
Sjá fulla lýsingu