Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - Los Altos
Gott einbýlishús til sölu í Los Altos, Torrevieja. Þetta huggulega hús samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Útgengt er úr stofu á verönd en einnig er gott 30m2 sólþak með fallegu útsýni. Húsið er staðsett í góðum, lokuðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að fallegum garði með sameiginlegri sundlaug. Tvöfalt gler er í öllum gluggum sem og moskítónet. Öryggiskerfi er til staðar og einnig fylgir öryggisskápur. Loftkæling er í húsinu. Í garðinum við húsið eru ávaxtatré, bæði sítrónu, appelsínu, granatepla og goji.
Húsinu fylgja öll húsgögn!
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er á svæðinu en íslendingar eru duglegir að hittast og eru ýmsir viðburðir og hittingar í Setrinu, sem er félagsheimili Íslendingafélagsins. Góðir golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Las Colinas, Las Ramblas, Villamartin og Campoamor Golf.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu