Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - Los Altos
Stórglæsilegt einbýlishús til sölu í Los Altos, Orihuela Costa. Húsið sem er 159m2 samanstendur af 3 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum (eitt þeirra inn af svefnherbergi), eldhúsi og stofu/borðstofu. Einnig er útgengt á svalir og rúmgott sólþak þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar. Húsið stendur á 186m2 lóð en við húsið er lokaður garður með einkasundlaug og bílastæði. Húsið verður tilbúið til afhendingar í júní 2024.
Los Altos er hverfi staðsett rétt hjá Punta Prima en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðar strendur eru í næsta nágrenni en þar má nefna Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er skammt undan en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Fyrir þá sem eru í golfinu þá eru nokkrir góðir golfvevellir á svæðinu en þar má nefna Las Ramblas, Las Colinas, Campoamor og Villamartin Golf.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: