Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - La Zenia
Glæsilegt einbýlishús til sölu í La Zenia. Húsið sem er 155m2, samanstendur af 5 svefnherbergjum, 4 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Húsið stendur á 263m2 lóð en útgengt er í garð þar sem er einkasundlaug. Garðurinn er flísalagður og virkilega huggulegur. Einnig er útgengt á svalir af efri hæðinni og þaðan er stigi upp á sólþak en eitt af svefnherbergjunum er þar. Húsið er virkilega bjart og fallegt og vel hugað að öllum smáatriðum. Loftkæling er í húsinu.
Staðetningin er frábær, en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er í göngufæri, en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Ýmiskonar afþreying er í boði á svæðinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en svæðið er virkilega vinsælt. Næsta strönd er í ca 2 km fjarlægð og eru góðir golfvellir í nágrenninu.
Þetta hús verður fljótt að fara!
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: