Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - La Zenia
Glæsilegt, nýtt hús til sölu í La Zenia. Húsið sem er á 3 hæðum, er 176m2 og samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu/borðstofu. Gott skápapláss er í svefnherbergjum og er kjallari í húsinu. Útgengt er í rúmgóðan, lokaðan garð þar sem er einkasundlaug og bílastæði. Úr svefnherbergi á efri hæð er útgengt á svalir en einnig er rúmgott sólþak þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Svæðið er líflegt og skemmtilegt enda vinsælt meðal ferðamanna. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er skammt undan en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir golfvellir eru í nágrenninu en þar má nefna Las Colinas, Las Ramblas, Villamartin og Campoamor Golf.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu