Einbýlishús í Funchal, Madeira - no Villa Sol
Einbýlishús í Funchal, Madeira - no Villa Sol- 3 svefnherbergi
- 3 baðherbergi
Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 2 mánuðir
- Flokkur: Orlofsleiga
- Tegund: Einbýli
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 3
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Orlofsleiga - Funchal
Virkilega huggulegt einbýlishús til orlofsleigu í Funchal sem er höfuðborg Madeira. Húsið samanstendur af 3 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Útgengt er á lokað svæði bæði af neðri hæð og einnig efri hæð. Góð útiaðstaða er við húsið en þar er bæði aðstaða til grilla, sitja úti og borða saman eða baða sig í sólinni. Heitur pottur er á veröndinni og gott pláss til að njóta sólarinnar. Húsið er staðsett í Palheiro Village kjarnanum þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginegum sundlaugum (bæði inni og úti), líkamsrækt, spa og veitingastað.
Palheiro Village kjarninn er lúxuskjarni sem stendur á rólegum stað þrátt fyrir að vera í höfuðborginni. Þetta hentar því vel þeim sem vilja náttúrufegurð og rólegheit en vera samt nálægt allri þjónustu og meira lífi. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari og er ýmiskonar afþreying í boði allt um kring en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en til dæmis eru virkilega fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu