Einbýlishús í Funchal, Madeira - no 19375
Einbýlishús í Funchal, Madeira - no 19375Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 12 mánuðir
- Flokkur: Orlofsleiga, Skammtímaleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Einbýli
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
- Stærð: 250 m²
Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Orlofsleiga - Vetrarleiga - Madeira
Huggulegt einbýlishús til orlofs- eða vetrarleigu í Funchal, Madeira. Húsið sem er 250m2 á 2 hæðum, samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, þvottahúsi og stofu/borðstofu. Útgengt er í góðan garð en þar er góð grillaðstaða og gott pláss til að sitja saman og borða undir berum himni. Útgengt er úr herbergjum á efri hæðinni á fínar svalir með virkilega fallegu útsýni. Húsið er fullbúið fyrir 6 manneskjur.
Staðsetningin er mjög góð en Funchal er höfuðborgin og sú stærsta á eyjunni Madeira. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Borgin er þekkt fyrir náttúrufegurð, milt veðurfar allt árið um kring og einstaka menningarsögu. Borgin er byggð upp í móti og er einstaklega fallegt útsýni yfir Atlantshafið. Ýmiskonar afrþreying er í boði allt um kring, en þar sem eyjan er lítil tekur ekki langan tíma að keyra á milli bæja. Góðar gönguleiðir eru um eyjuna, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna þar sem stórbrotin náttúran fær að njóta sín. Borgin er friðsæl og róleg þrátt fyrir að vera iðandi af lífi!
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu