Lýsing
-
Lýsing:
Einbýlishús - Til sölu - Campamor
Ný einbýlishús til sölu í Campoamor. Húsin eru frá 150m2 og eru virkilega björt og falleg en vel er hugað að öllum smáatriðum. Gluggarnir eru stórir í öllum húsunum og herbergin mjög rúmgóð. Þetta tiltekna hús samanstendur af 3 svefnherbergjum, 4 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt í góðan garð með einkasundlaug. Úr svefnherbergjum á efri hæð er útgengt á svalir en einnig er sólþak yfir húsinu þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar.
Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Ýmiskonar afþreying er allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni en þar má nefna Campoamor golf, Villamartin Golf, Las Colinas og Las Ramblas. Aðeins 500m eru í næstu strönd.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl - Sólarmegin í lífinu!
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: