Calle Sta. Nunilón, 1, 03189 Orihuela, Alicante, Spánn
Calle Sta. Nunilón, 1, 03189 Orihuela, Alicante, SpánnUpplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Vetrarleiga
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Playa Flamenca - Vetrarleiga
Góð íbúð til vetrarleigu í Playa Flamenca. Íbúðin samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á fínar svalir. Loftkæling er í íbúðinni. Íbúðin er í góðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegum sundlaugum.
Staðsetningin er frábær en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari en það er matvöruverslun beint fyrir utan. Laugardagsmarkaðurinn vinsæli er í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð og er La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt undan. Þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Góðir 18 holu golfvellir eru á næstu grösum en þar má nefna Villamartin golf, Campoamor golf og Las Ramblas. La Zenia ströndin er í ca 5 mínútna akstursfjarlægð.
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: