Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Íbúð - Til sölu - Torre Zenia - Orihuela Costa
Ný og virkilega glæsileg íbúð í Torre Zenia hverfinu til sölu. Íbúðin sem er 96m2 er á 2.hæð í lyftuhúsi og stamanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á góðar 23m2 svalir sem teygja sig fyrir hornið á húsinu og snúa því í tvær áttir. Svalirnar snúa út í fallegan sameiginlegan sundlaugagarð.
Staðsetningin er mjög góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Torre Zenia hverfið er við hlið La Regia hverfisins þar sem félagsheimili Íslendingafélagsins er staðsett en þar er alltaf nóg um að vera og íslendingar duglegir að hittast. Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er í ca 7 mínútna akstursfjarlægð en þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði. Næsta strönd er í 1,5 km fjarlægð. Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni en þar má nefna Villamartin, Campoamor golf, Las Ramblas og Las Colinas.
Fyrir frekari upplýsingar um eiginina - verið i sambandi í gegnum [email protected] eða í síma 888-9400 og við svörum um hæl.
Sjá fulla lýsingu
Staður
Eiginleikar og Þægindi
- Þægindi:
- Eiginleikar: