Íbúð í Green Hills, Los Dolses - no LAC642
Íbúð í Green Hills, Los Dolses - no LAC642Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Skammtímaleiga, Vetrarleiga
- Tegund: Íbúð
- Svefnherbergi: 3
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing:
Vetrarleiga - Green Hills - Los Dolses - Spánn
Virkilega hugguleg íbúð til vetrarleigu í Green hills, Los Dolses. Íbúðin samanstendur af 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á góðar svalir sem snúa í suður út í sameiginlegan sundlaugagarð. Íbúðin er í snyrtilegum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að sameiginlegum sundlaugagarði en einnig er innilaug og líkamsræktaraðstaða.
Staðsetningin er virkilega góð en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingataði og bari en allt þetta er í göngufæri. La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin vinsæla er skammt undan eða í ca 5 mínútna akstursfjarlægð. Þar má finna yfir 200 verslanir og veitingastaði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Svæðið er vinsælt á meðan íslendinga og er alltaf nóg um að vera hjá íslendingafélaginu. Góðir golfvellir eru allt um kring en næstur er sá í Villamartin. Einnig eru Campoamor golf, Las Colinas og Las Ramblas á næstu grösum.
Vinsamlegast hafið samband fyrir laus tímabil og verð
Sjá fulla lýsingu