Íbúð í Aquamarina - no MS150
Íbúð í Aquamarina - no MS150Upplýsingar
- Bætt við: Fyrir 3 ár
- Flokkur: Skammtímaleiga
- Tegund: Þakíbúð
- Svefnherbergi: 2
- Baðherbergi: 2
Lýsing
-
Lýsing: Sjá fulla lýsingu
Falleg penthouse íbúð í Aquamarina til leigu. Íbúðin samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, fullbúnu opnu eldhúsi og bjartri stofu/borðstofu. Úr stofunni er útgengt á ágætis svalir en þaðan er stigi upp á stórt einka sólþak með stórkostlegu útsýni. Íbúðin er fullbúin húsgögnum en húsgögnin eru nýleg og vel hugað að öllu. Íbúðin er í góðum kjarna þar sem íbúar hafa aðgang að garði með sameiginlegri sundlaug.
Staðsetningin er frábær en stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, apótek, veitingastaði og bari. Aðeins 5 mínútna akstur er í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina vinsælu þar sem finna má yfir 200 verslanir og veitingastaði. Stutt er í góðar strendur og einnig góða 18 holu golfvelli en þar má nefna Villamartin, Campoamor og Las Colinas. Íbúðin er í ca 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli.