Upplýsingar
Lýsing
-
Lýsing:
Gullfalleg íbúð á jarðhæð í hinum vinsæla kjarna Flamenca Village. Íbúðin sem er 103m2 samanstendur af 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu þaðan sem útgengt er í 25m2 garð sem snýr út í sundlaugagarðinn. Í íbúðinni er lítil geymsla og þvottaaðstaða.
Flamenca Village er nýr íbúðakjarni sem nýtur mikilla vinsælda bæði vegna staðsetningar og einnig þar sem hann er virkilega glæsilegur og hefur allt til alls. Í kjarnanum eru 7 sundlaugar (2 af þeim upphitaðar), nuddpottur, líkamsrækt, sauna og frábært svæði þar sem hægt er að slaka á og sóla sig. Örstutt er í Zenia boulevard verslunarkjarnann og La Zenia ströndina. Stutt er í góða golfvelli í nágrenninu eins og Villamartin Golf, Campoamor og Las Colinas. Einnig er stutt í matvöruverslanir, spítala og skóla.
Íbúðin er tilbúin til afhendingar í júlí 2023.
Sjá fulla lýsingu